Motip Marking Spray er hraðþornandi merkisprey sem ætlað er fyrir ýmiskonar merkingar á vinnusvæðum innandyra sem utandyra. Þekur vel og er þokkalega slitsterkt og efnaþolið.
Notkunarleiðbeiningar
- Yfirborðið þarf að vera hreint, þurrt og laust við fitu.
- Þrýstibrúsinn ætti að vera við herbergishita. Besta hitastig fyrir notkun er +10°C að +25°C.
- Fyrir notkun, hristið brúsann mjög vel í 2 mínútur og gerið 1 prufuskot áður en hann er notaður.
- Sprautið á yfirborðið í viðeigandi breidd.
- Eftir notkun, hreinsið stútinn (snúið brúsanum á hvolf og ýtið á stútinn í 5 sekúndur).
- Þurrktími veltur á hitastigi, loftraka sem og yfirborðs-þykktinni á lakkinu.