Saga Poulsen
Árið 1910 stofnaði Valdimar Poulsen, danskur járnsteypumeistari, verslunina Poulsen ehf.
Árið 1926 opnaði hann smásöluverslun á Klapparstíg 29 þar sem boðið var upp á alls kyns vélar og varahluti ásamt ýmsum smíðaverkfærum.
Nokkrum árum eftir andlát Valdimars árið 1946 kom Ingvar Kjartansson, kaupmaður, inn í reksturinn og keypti þar helmingshlut. Hann varð síðar forstjóri fyrirtækisins til margra ára og aðaleigandi þess frá árinu 1963 og til dauðadags árið 1990.
Frá árinu 2001 hefur Poulsen ehf. verið í eigu hluta af fjölskyldu Matthíasar Helgasonar og Elínar Ragnarsdóttur. Reksturinn fluttist í núverandi húsnæði að Skeifunni 2 í Reykjavík árið 2001.
Árið 2005 var gengið frá kaupum á fyrirtækinu Orka–Snorri G. Guðmundsson (OSG) og keypti Poulsen síðan rekstur Framrúðunnar að Viðarhöfða 2.