Kemi kaupir rekstur Poulsen

Frá vinstri:Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lex lögmenn, Ragnar Matthíasson, framkvæmdastjóri Poulsen, Baldvin Smári Matthíasson Poulsen, Lovísa Matthíasdóttir, fjármálastjóri Poulsen, Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi,Daníel Hermannsson, aðstoðar framkvæmdastjóri, og Sverrir Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Kontakt.

Kemi ehf. hef­ur náð sam­komu­lagi um kaup á rekstri Poul­sen ehf. Kaup­samn­ing­ur var und­ir­ritaður 1. júlí og mun Kemi taka við starf­semi Poul­sen 1. sept­em­ber. Kontakt fyr­ir­tækjaráðgjöf var ráðgjafi selj­anda og Lex Lög­mannstofa vann málið fyr­ir hönd kaup­enda, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

Poul­sen rek­ur versl­un með vara­hluti, bílalakk og aðrar tengd­ar vör­ur í Skeif­unni 2. Einnig er fyr­ir­tækið um­svifa­mikið í inn­flutn­ing á bíl­rúðum og rek­ur fyr­ir­tækið 2 verk­stæði fyr­ir ísetn­ing­ar bæði á Grens­ás­vegi og á Hyrj­ar­höfða. Hjá Poul­sen starfa tæp­lega 30 starfs­menn og verður þeim öll­um boðið að starfa áfram hjá nýj­um eig­end­um.

Saga Poul­sen nær allt aft­ur til árs­ins 1910 þegar Valdi­mar Poul­sen, dansk­ur járn­steypu­meist­ari hóf inn­flutn­ing á vör­um og opnaði síðar smá­sölu­versl­un. Frá ár­inu 2001 hef­ur Poul­sen verið í eigu Matth­ías­ar Helga­son­ar og barna hans. Ragn­ar Matth­ías­son hef­ur starfað sem fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins síðustu ára­tugi og Lovísa Matth­ías­dótt­ir hef­ur verið fjár­mála­stjóri þann tíma. Öll systkin­in hafa komið að rekstri fé­lags­ins í lengri eða skemmri tíma, seg­ir einnig í til­kynn­ingu.

Matth­ías og fjöl­skylda hans stofnuðu og ráku fyr­ir­tækið Bílanaust í tæp 40 ár en seldu það árið 1999. Kaup­andi var Her­mann S. Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Kemi, ásamt meðfjár­fest­um.

Kemi rek­ur versl­un og vöru­hús við Tungu­háls 10 í Reykja­vík. Hjá fé­lag­inu starfa 20 starfs­menn og helstu vöru­flokk­ar eru smurol­ía og smurefni, bíla­vara­hlut­ir, efna­vör­ur, ör­ygg­is- og land­búnaðar­vör­ur. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 1994 en komst árið 2014 í hönd nú­ver­andi eig­anda en stærstu hlut­haf­ar Kemi eru Her­mann Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins og Bjarni Ármanns­son. Rekst­ur Kemi hef­ur vaxið mjög hratt á und­an­förn­um árum. Árið 2019 voru rekstr­ar­tekj­ur fé­lag­ins 572 m.kr., en 1.248 m.kr. árið 2021.

Rekstr­ar­tekj­ur Poul­sen voru rúm­ar 1.300 m.kr. árið 2021. Sam­an­lögð velta fé­lag­anna það árið eru því rúm­ir 2,5 millj­arðar.

Kaup­samn­ing­ur var und­ir­ritaður þann 1. júlí á skrif­stofu Lex Lög­manns­stofu í Borg­ar­túni 26. Sú staðsetn­ing er tákn­ræn fyr­ir þær sak­ir að þar stóðu höfuðstöðvar Bílanausts til ára­tuga og þar störfuðu í mörg ár all­ir selj­end­ur og Her­mann Guðmunds­son sem var fram­kvæmda­stóri þess fé­lags frá 2002 – 2006, seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.