Dupli-Color All Season er hágæða synþetísk lakk sem kemur í háglans, hálfmatt og matt. All Season lakkið kemur í fjölmörgum litum bæði í RAL sem og öðrum vinsælum litum. All Season býður líka upp á glæru í háglans sem og matta.
Hentar á timbur, málm, gler, stein og líka á hart plast (Ef að það á að mála plastefni, notist við plastgrunn).
Undirbúningur
- Best er að hafa yfirborðið þurrt og laust við ryk, óhreinindi, fitu og olíu.
- Fjarlægið allt lauslegt, slípið yfir með sandpappír.
- Grunnið yfirborðsflötinn.
- Ef að það á að mála plastefni, notist við plastgrunn.
- Látið þorna í 1-2 klukkustundir
Notkunarleiðbeiningar
- Þekjið yfir þá hluti sem ekki að að lakka svo það úðist ekki á þá.
- Hristið brúsann vel í 3 mínútur.
- Prófið ávallt að úða á prufuspjald til að sjá hvernig úðast úr brúsanum.
- Úðið úr c.a. 25 cm fjarlægð.
- Úðið nokkrum þunnum umferðum og látið 2 mínútur líða milli.
- Má mála yfir eftir 2 klukkustundir.
- ATH! Notið ekki akrýl lakk yfir.