3M 6500QL (Quick Latch) er margnota hálfgríma með hraðfestingu á höfuðólinni. 3M 6500QL hálfgrímurnar eru léttar og þægilegar, þær eru með mjúkum sílikon þéttikannti sem leggst vel að andlitinu. Grímurnar eru fjölnota og hægt er að fá mismunandi filtera fyrir mismunandi verkefni og þægilegt er að smella þeim á grímuna. Hægt er að fá mismunandi útgáfur af kolafilterum (A, B, E, K) sem sía uppleyst efni og uppgufun efna, valið á kolafilter fer eftir efninu sem verið er að vinna með. Einnig er hægt að fá mismunandi rykfiltera og þá er filterinn valinn eftir því hversu fínt rykið er P1, P2 og P3.
3M 6500QL hálfgrímurnar eru með svokölluðum 3M™ Cool Flow™ ventli sem að léttir fyrir öndun og minnkar hitamyndun í grímunni, einnig minnkar Cool Flow™ móðumyndun upp á gleraugu / öryggisgleraugu af völdum útöndunar.
Geymsla og umhirða grímunnar:
Þegar 3M 6500QL hálfgríman er ekki í notkun er best að geyma grímuna sem og filterana í lokuðum poka, tösku eða t.d. plastboxi, það bæði ver hana gegn óhreinindum og einnig ver það filterana, að það sé ekki að setjast í þá þegar hún er ekki í notkun. Það má einnig nefna það að kolafilterar hafa ákveðinn líftíma, það gengur hraðar á þann líftíma eftir að pakkningarnar eru opnaðar og þeir missa síunarmátt sinn eftir því sem tíminn líður.
Þrif á grímunni:
Gott er að strjúka af henni með sótthreinsandi blautklútum reglulega og hreinsa hana milli notkunar. Einnig er hægt að taka alla grímuna í sundur ef þörf er á ítarlegum þrifum.
Aukahlutir og varahlutir:
Gríman er mjög endingargóð sé farið vel með hana, en þó slitna ákveðnir hlutir í henni við notkun. Við eigum flesta aukahluti í 3M grímurnar s.s. inn- og útöndunarventla, þéttihringinn undir filterana, teygjunar (ólina) o.þ.h.. Ef að þig vantar eitthvað í grímuna þá er um að gera að hafa samband.