6059 er ABEK1 kolafilter. 6059 er fjölgufu filter (multi Gas) og veitir vörn gegn lífrænum gufum, uppgufun af sýrum, Klór, Súflúr dioxíð, Ammóníak og Methylamine. Filterarnir henta á 6000 / 7000 hálf- og heilgrímur frá 3M™.
Ef að þú þarft einnig að sía ryk úr lofti þá er hægt að fá forfilter sem smellist utan á kolafilterana þá þarft þú 5935 (P3 rykfilter) og 501 (filterhaldari).
Vörn gegn:
Lífrænum gufum, uppgufun af sýrum, Klór, Súflúr dioxíð, Ammóníak og Methylamine
Staðlar:
EN14387:2004 A1:2008
Notkun – Hvenær á að skipta um filter?
Endingartíminn á filternum er merktur inn á pakkann, ekki er ráðlagt að nota filtera sem komnir eru yfir á tíma þó svo þeir líti út fyrir að vera í lagi. Varðandi notkunartíma sem fellur innan þeirrar dagsetningar þá er erfitt að segja til um það fyrirfram. Þetta veltur allt á notkun og í hversu miklum óhreinindum, raka og ryki verið er að vinna í. Til viðmiðunar er gott að vera með eftirfarandi í huga:
Rykfilterar (agnsíur): Endurnýið rykfilterana er þegar öndun inn í gegnum grímuna fer að þyngjast.
Kolafilterar (gas- og gufusíur): Endurnýið kolafilterana þegar minnsta lykt eða bragð er farið að gera vart við sig inni í grímunni.
Filtera ber að geyma í lokuðum umbúðum, s.s. lásapoka eða vel þéttu boxi.