Interflon Food Lube er smurefni sem inniheldur MicPol®. Efnið fæst bæði fljótandi sem og í spreybrúsa, eitt fjölhæfasta smurefnið fyrir matvælaiðnaðinn á markaðnum í dag. Interflon Food Lube hentar til notkunar á ýmiskonar vélahluti, parta og í samsetningar. Efnið smýgur mjög vel inn á milli flata og hjálpar til við að losa fasta hluti, hrindir frá sér bleytu og ver gegn tæringu.
Interflon Food Lube má nota á rafkerfi, plast og gúmmí og er þurrsmyrjandi þ.e. það fer á flötinn blautt og myndar svo þurra filmu.
Vottað fyrir matvælaiðnað NSF® (Class H-1) með skráningarnúmer NSF: 122876