Bosch C70 Battery Charger 12/24V – Bosch C70 10A er mjög skilvirkt, hraðvirkt hleðslutæki og vaktari fyrir rafgeyma, hentar fyrir bæði 12V og 24V blý-sýrugeyma, EFB, GEL, AGM, EFB (Start/Stop) rafgeyma. Það má eiginlega kalla Bosch C70 snjall-hleðslutæki því það er þannig uppbyggt að það les stöðuna á kerfinu og hleður og heldur við eftir því.
- Bosch C70 hleðslutækið er einfalt í notkun, einn hnappur stjórnar aðgerðum. LED ljós lætur þig vita hver staðan er á tækinu, hvort það er að hlaða eða hvort rafgeymir er fullhlaðinn.
- Tækið er eins þétt og fyrirferðarlítið og hægt er, það kemur í handhægri tösku sem geymir allt sem tengist tækinu. Passar vel undir sæti eða í hliðarhólf í farangursrými margra bíla.
- Öflugar rafgeymaklemmur sitja vel og örugglega á rafgeyminum. Aukalega þá kemur snúra með auga-tengjum sem henta á marga eldri bíla og mótorhjól sem og þar sem erfitt er að koma klemmum á pólana.
- Öryggi skiptir öllu máli. Bosch C70 tækið hættir að hlaða ef það koma upp vandamál svo sem ofhitnum, útsláttur og þess háttar. Tækið er rakavarið IP65 (ryk og skvetthelt). Tækið kemur líka í veg fyrir neistamyndun þegar verið er að setja klemmurnar á rafgeyminn eða taka þær af.