K2 Roker er súr hreinsilögur sem ætlaður er til að hreinsa kalk og kísil útfellingar, Roker kemur óblandað (þykkni) og er ætlað til blöndunar. K2 Roker hentar meðal annars á blöndunartæki, baðkör, heitapotta, sturtuklefa, gólffleti og einnig til að hreinsa létta ryðtauma og fleira.
K2 Roker kalk- og kísilhreinsir má nota Roker á gler sem eru með blettamyndun (vatnsbletti).
Leiðbeiningar:
- Blandið niður 1:10 (1 af Roker á móti 10 hlutum vatns).
- Berið á það yfirborð sem á að hreinsa annaðhvort með úðakút/úðabrúsa eða svamp/klút.
- Hreinsið með miklu af vatni.
- ATHUGIÐ
- Látið efnið ekki þorna á yfirborðsfletinum.
- Best er að prófa efnið á lítt sjáanlegu svæði til að sjá hvernig flöturinn bregst við því.