Mildex-Q myglueyðir – myglueyðandi hreinsiefni
Mildex-Q er hraðvirkt og öflugt sérhannað myglueyðandi hreinsiefni sem inniheldur klór. Mildex-Q er auðvelt í notkun til eyðingar á myglu og sveppagróðri. Hentar til þrifa á sturtubotnum, sturtuhengjum, fúgu í votrýmum, tjaldvagnaseglum, vínyl efnum, gúmmiköntum á kæliklefum og ísskápum, pakkningar, plast- og timburhúsgögn, steypu, múrstein og á alla aðra staði sem þú gætir fengið myglu / myglubletti á.
Athugið að Mildex-Q má ekki nota á bómull og fleiri tauefni þar sem að í því er klór og það getur upplitað tauefnið.
Helstu eiginleikar
- Mjög öflug áhrif gegn myglu, sveppagróðri og bakteríum
- Hentar á flestar gerðir efnis (timbur, múr, málningu, plast, flísar o.fl.)
- Einfalt í notkun, úða Mildex-Q á flötinn, bíða í 10 mínútur og þurrka, má einnig láta standa
Notkunarsvið
- Heimili (baðherbergi, gluggar, þvottahús, geymslur, þvottahús)
- Bifreiðar og húsbílar (rúður, þéttingar, loft)
- Atvinnuhúsnæði og iðnaðarrými
- Tjaldbúnað, fellihýsi, tjaldbvagnar o.fl.
Notkunarleiðbeiningar:
Ef að myglan er orðin þykk eða mikið af henni þá borgar sig að reyna að hreinsa sem mest af henni í burtu áður en meðhöndlun með efnum fer fram. Það borgar sig ávallt að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði með öfluga grímu yfir nef og munn ásamt því að vera með lokuð gleraugu. Mygla getur verið talsvert heisluspillandi og hún kemst næst þér við innöndun og við augun.
Úðið Mildex-Q yfir svæðið sem þrífa á og látið efnið standa í 5 mínútur, gott er að þrífa flötinn eftir á með hreinni rakri tusku, ef að myglan er orðin svört þá getur svarti liturinn á myglunni verið áfram til staðar eftir notkun þó svo að myglan drepist, þó fer það eftir því á hverju myglan situr lökkuðu yfirborð eða grófu o.s.fr..
Steinn/steypa (veggir og gólf): úðið yfir flötinn og látið standa í 5 mínútur, ekki er þörf á að þrífa steypu eftir notkun.
Timbur: Timbur er oft á tíðum mjög gljúpt efni, nauðsynlegt er að bleyta vel í timbrinu með Mildex-Q og láta það bara standa og þorna.
Tjöld og tjaldvagnar: Þegar Mildex-Q er notað til að hreinsa tjaldvagna og tjöld þá borgar sig alltaf að nota það á lítt sjáanlega staði til að byrja með þar sem það getur upplitað, slík tjöld eru mjög litföst og höfum við ekki heyrt af því að þau hafi upplitast. ATHUGIÐ! Það verður að rakaverja tjaldbúnað eftir þrif með Mildex-Q.
Hér fyrir neðan má sjá úðadælu sem hægt er að setja á Mildex-Q brúsann. Það má einnig setja efnið í úðakút ef að þörf er á að úða á stóra fleti.