Bio-Drip er náttúrlegt niðurbrotsefni, inniheldur einstaka samsetningu af bakteríum sem að vinna mjög vel á uppsafnaðri fitu, sterkju og próteinum. Bio-Drip er notað til niðurbrots á fitu sem sest í lögnum í vöskum, klóaki og einnig í siturlögnum. Bio-Drip hentar mjög vel til að eyða lykt, td. dýraþvagi, ælu og fl.einnig til þess að láta liggja í niðurföllum sem sjaldan eru notuð. Bio-Drip er sérstaklega hentugt til notkunar í sumarhús og annarsstaðar þar sem rotþrær eru til staðar.
Eldhús og veitingastaðir
- Bio-Drip er hellt í niðurföll og vaska í matvælaiðnaði, eldhúsum og veitingastöðum. Gott er að hafa Bio-Drip þar sem erfitt er að komast að með Viking dælu og einnig í skipum og stóreldhúsum. Bio-Drip inniheldur fjölda tegunda baktería sem að brjóta niður allar gerðir af fitu og próteinum, eyðir um leið ólykt úr niðurföllum, lögnum og vöskum, sturtuklefum og.fl.
Fitugildrur
- Fyrir öfluga upphafsmeðferð (shock treatment), bætið 1 líter af Bio-Drip örverum í fitugildruna og fylgið því eftir með 250 ml tvisvar í viku. Áframhaldandi meðferð og stærð skammta fer svo eftir stærð fitugildra.
Niðurföll í vöskum, sturtu og baði
- Bætið 120 ml vikulega.
Sumarhús
- Mjög gott er að nota efnið í sumarhúsum þar sem heitt vatn er oft ekki nógu heitt til að bræða fitu og þess vegna á hún það til að safnast innanvert á lagnir og þétta þær. Best er þá að setja Bio-Drip í vatnslása og lagnirnar að dvöl lokinni til að leyfa því að vinna vel.
Leiðbeiningar um almenna notkun
- Hellið 500 ml í niðurfallið sem er næst stíflunni, stærri niðurföll og lagnir gætu þurft meira magn Bio-Drip. Til að viðhalda hreinum lögnum hellið þá 120 ml dagle