Sea Foam Marine Pro er bætiefni fyrir bensín sem bæði hreinsar og smyr. Sea Foam Marine Pro er sérstaklega ætlað í bensín á báta / tækja bæði tvígengis og fjórgengis vélar, efnið má nota í bensin fyrir öll tæki sem notuð eru á sjó s.s. sjóketti, sjósleða og allar gerðir smábáta, innanborðs sem og utanborðsmótora. Sea Foam Marine Pro hreinsar innspýtingar sem og nálar í blöndungum sem og allar lagnir sem eldsneytið snertir á leið sinni að brunahólfum.
Sea Foam Marine Pro kemur í veg fyrir tæringu vegna E10 etanól bensíns sem og vatns. Heldur eldsneytinu í lagi í allt að 2 ár ef að um geymslu er að ræða. Má nota í bensin á ALLAR gerðir tvígengis og fjórgengisvéla.
Bætið reglulega í eldsneytið til að forðast vandamál sem eru tengd raka og E10 bensíns. Auðvelt í notkun.
- Til að viðhalda eldsneyti: Notið 5ml í hvern líter af bensíni.
- Til að hreinsa: Notið 15ml í hvern lítier af bensíni, það má nota meira en 15ml ef að um mikil óhreinindi er að ræða.
- Fyrir geymslu: Bætið 10ml í hvern líter af eldsneyti.
- Sea Foam Marine Pro brúsinn er 473ml og hann dugar í allt að 95 lítra af bensíni.
ATH! Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af ofskömmtun Sea Foam Marine Pro, efnið inniheldur hreinsiefn og smurefni sem eru sérstaklega ætluð í bensín og eru ekki skaðleg eldsneytiskerfinu.