McLaren Bug & Tar Remover er sérstaklega ætlað til að hreinsa tjörubletti sem og skordýraleifar af bæði lakki og gleri. Virkar hratt og er mjög auðvelt í notkun, úðið beint á blettinn sem á að hreinsa og leyfið efninu að standa í smástund og nuddið svo létt yfir með hreinum örtrefjaklút.
- Athugið að fyrir erfiða tjörubletti gæti þurft að endurtaka ferlið.
- Má nota á lakk, plast og gler
- Leysir upp skordýraleifar og tjörubletti hratt og vel
- Hraðvirkt og einfalt í notkun, úðið beint á það sem á að hreinsa, leyfið efninu að standa í smá stund og nuddið í burtu
Notkunarleiðbeiningar
- Úðið beint á þá bletti sem á að hreinsa.
- Leyfið efninu að sitja í 2 mínútur.
- Þurrkið létt yfir með hreinum örtrefjaklút.
- Hreinsið með vatni að notkun lokinni, látið efnið ekki þorna.
- Notið ekki í beinu sólarljósi.