McLaren All Purpose Cleaner er alhliða hreinsiefni fyrir bílinn að innan hvort heldur um er að ræða innréttingar eða áklæði. Milt kvoðuefni sem fjarlægir á áhrifaríkan mátt óhreinindi og fitu af hörðum og mjúkum vínil, plasti, viðarefnum, tauefnum, áklæði, teppum sem og af leðri. Skilur eftir mildan og sætan ilm.
Notkunarleiðbeiningar
-
- Hristið flöskuna vel fyrir notkun.
-
- Úðið beint á flötinn sem á að hreinsa.
-
- Þurrkið með örtrefjaklút þar til óhreinindin eru farin.
-
- Endurtakið eftir þörfum.
-
- Notið alla hluta af örtrefjaklútnum þar sem óhreinindin setjast í hann og gætu dreifst ef sami hlutinn er notaður oft.