Kemi dekkjahreinsirinn er gríðarlega öflugur og góður til þrifa á dekkjum, vinnur vel á tjöru og öllum almennum óhreinindum. Dekkjahreinsirinn eyðir fitu, olíu og tjöru og eykur veggrip dekkja í hálku og snjó.
Helstu eiginleikar:
- Hraðvirkur með öfluga hreinsivirkni fyrir bæði dekk og felgur
- Leysir upp tjöru, bremsuryk, vegaóhreinindi, olíu og feiti
- Öruggt fyrir álfelgur og lakkað yfirborð
- Hentar almennt fyrir handþvott og háþrýstiþvott
Notkun: Gott er að skola af dekkjunum lausleg óhreinindi ef einhver eru. Úðið dekkjahreinsinum á dekkin og látið standa á þeim í 2-3 mínútur. Skolið af eða keyrið í snjó til að ná óhreinindunum af þeim.