Ali Aluminium Cleaner & Brightener er hreinsiefni fyrir álfelgur sem byggir á sýru. Hreinsar tæringu og skerpir á álinu.
- Létt þrif: 1:15
- Miðlungs þrif: 1:8
- Erfið þrif: 1:4
Best er að hreinsa öll lausleg óhreinindi af áður en Ali álhreinsirinn er notaðu. Berið blönduna á með pensli eða bursta og leyfið henni að standa í nokkrar mínútur og skolið af með miklu vatni (endurtakið sem þörf þykir). Notið ekki aðra efnavöru til að þrífa Ali álhreinsinn af felgunni.
Athugið: Notið ávallt öryggisgleraugu og hanska þegar verið er að vinna með sýrur sem og aðra sterka efnavöru.