Bosch þurrkublöð
Bosch þurrkublöðin fást í mismunandi útfærslum og eru ávallt unnin úr háægða hráefni.
Bosch Twin eru þurrkublöð sem eru svokölluð grindarblöð og eru með klassísku útliti.Grindin sem blöðin sitja á er með tvöfaldri lakkhúð og þau þurrka mjög vel.
Bosch AeroTwin eru þurrkublöð sem eru flöt og leggjst mjög þétt að rúðunni. AeroTwin þurrkublöðin eru búin til úr sérstakri samsetningu af gúmmíi sem veita þér hámarks hreinsun, þau eru hljóðlát og með 30% betrin endingartíma en hefðbundin þurrkublöð.
Bosch Rear eru þurrkublöð sem eru sérstaklega fyrir afturrúður, þurrka vel.