MOTIP Wheel Paint felgulakk (sprey), hraðþornandi og þekjandi akrýl lakk sem er háglansandi. Lakkið er með einstaklega góða viðloðun og er mjög slitsterkt.
Notkunarleiðbeiningar
Áður en notkun hefst, lestu vandlega leiðbeiningar á umbúðunum og fylgdu þeim.
- Fyrirmeðhöndlun: Yfirborðið skal vera hreint, þurrt og laust við fita. Fjarlægðu laust og gamalt lakk sem og ryð, slípaðu yfirborðið. Berðu á eitt lag af MOTIP grunnlakki sem hentar yfirborðinu. Eftir að grunnlakkið hefur þornað skal slípa það með pappír nr. 600.
- Meðhöndlun: Yfirborðið skal vera hreint, þurrt og laust við fitu. Spreybrúsinn skal vera við stofuhita. Besti vinnsluhiti er á bilinu 10 til 25°C.
- Hristu spreybrúsann vel í 2-3 mínútur fyrir notkun og prófaðu að spreyja fyrst á lítt sýnilegum stað. Úðaðu úr 25-30cm fjarlægð frá yfirborðinu.
- Berðu lakkið á í nokkrum þunnum lögum. Hristu brúsann aftur fyrir hvert lag.
- Til að ná miklum gljáa, skal bera MOTIP akrýl glærlakk yfir að lokum.
- Eftir notkun skal hreinsa ventilinn (snúðu spreybrúsanum á hvolf og ýttu á stútinn í um það bil 5 sekúndur).
- Þurrktími fer eftir umhverfishita, rakastigi í lofti og þykkt lakklagsins.