Performance HVLP sprautukanna sett

Vörunúmer 047 26778

117.389 kr.

3M Sprautukannan er vægast sagt að koma vel út, hérna ertu með eina könnu sem gerir allt, kannan notar PPS 2.0 bolla kerfið sem tryggir lágmarkstíma í könnuþrif sem skilar sér í hámarksframleiðni.
 
Þú setur þann spíss framan á könnuna sem hentar í það verkefni sem verið er að fara vinna í, eftir notkun þarf bara strjúka framan af nálinni og þrífa spíssinn, hver spíss dugar að minnsta kosti 10 sinnum og til eru dæmi um að spíssinn hafi dugað allt að 100 sinnum en til þess að ná því þarf að hugsa vel um könnuna og þrifin.
 
Það sem fylgir með í 3M Performance settinu er eftirfarandi
 
  • Performance Sprautukanna
  • Spíssar fyrir lit 1.2 / x5stk 
  • Spíssar fyrir glæru 1.3 / x5stk
  • Spíssar fyrir non sanding grunn eða Trukkalakk 1.4 / x5stk
  • Loftmælir
  • PPS 2.0 Bollar x5stk

Einnig er hægt að bæta við:

  • Spíssar fyrir fylligrunn 1.6  / x5stk
  • Spíssar fyrir fylligrunn 1.8 / x5stk
  • Spíssar fyrir Epoxy grunn/fyllir 2.0 / x5stk 

 

Fylgiskjöl

Vörumerki: 3M

Hvar er varan til?

Vörunúmer: 047 26778 Flokkur: Stikkorð: