MouseStop® er vistvæn lausn til að halda bæði nagdýrum frá því að komast inn um rifur, göt og meðfram lögnum inn í hús.
MouseStop® er ætlað til forvarnar og það er notað eins og um kítti væri að ræða, þú þéttir meðfram rörum, rifum og götum. Efnið er þeim eiginleikum gætt að ytra byrði þess harðnar en það er alltaf mjúkt að innan svo að nagdýr stoppa alltaf þegar þau komast inn fyrir ytra byrðið, þar er ekki hægt að naga meira enda efnið mjög seigt undir tönn.
Mýs og rottur hafa þá tilhneigingu frá náttúrunnar hendi að naga efni svo sem timbur, plast og einangrunarkápur utan um víra og slíkt í leit að æti og skjóli. Í ljósi þess er nauðsynlegt að takmarka aðgang þeirra að húsakynnum með forvörn eins og MouseStop® sem þessi dýr einfaldlega geta ekki nagað í gegnum. MouseStop® hefur verið á markaði síðan 1990 og hefur sannað sig vel síðan þá.