K2 Kontakt Spray er hreinsiefni sérstaklega ætlað til þess að hreinsa rafbúnað s.s. snertur, öryggi, tengi, kapalskó, kerti og margt fleira. K2 Kontakt Spray er úði sem að smýgur vel á milli flata, hrindir frá raka (þurrkar) og minnkar viðnám á milli snerta og verndar gegn tæringu og súlfötum. Hreinsar einnig mjög vel fitu, smurningu og önnur óhreinindi.
Snertur sem eru mikið tærðar er gott að láta efnið standa á í smá stund, jafnvel að bursta eða strjúka yfir þær með tusku.
ATH! hafið ekki straum á þeim hlutum sem verið er að hreinsa og leyfið efninu að gufa vel upp 5-10 mínútur (fer eftir ytri aðstæðum).