MOTIP Kompakt Touch-Up – Blandað lakk í blettanir

Þarft þú að bletta í bílinn þinn? Kompakt Car Paint (Touch-Up) er lakkvöru lína frá MOTIP sem inniheldur lakk til blettunar í bíla. Við erum með mikið úrval lita eða yfir 400 liti sem byggja á litanúmerum bílaframleiðenda. Kompakt Car Paint (Touch-up) kemur í 12ml einingum, einnig eigum við grunn og glæru í þessum 12ml einingu. Sérstaklega hentugar einingar í minni lagfæringar svo sem grjótkast og litlar rispur. Ekki þörf að fjárfesta í miklu magni af lakki fyrir litlar skemmdir. Tappinn á brúsanum er með áföstum pensli til blettunar. Hágæða lakk sem er hraðþornandi og fyllir mjög vel.

Hjá Poulsen færð þú líka allt sem þarf til að massa bílinn, bóna og viðhalda lakkinu ásamt bón- og massavélum sem og margskonar bón- og massapúðum og allt annað sem þú mögulega gætir þurft til að gera bílinn þinn glæsilegan. Hvort sem þú ert að leita að vörum fyrir bílskúrinn eða ert fagmaður í bíliðn þá eigum við allt fyrir bílinn.