Hitabúnaður, hitateppi og hitaþræðir

Hitabúnaður getur verið nauðsynlegur til að halda réttu hitastigi innihalds í tunnum og körum (IBC tönkum) t.d. í köldum geymslum, útigeymslum og þess háttar. Besta aðferðin til að viðhalda réttu hitastigi vökva fyrir geymslu eða dælingu er í mörgum tilfellum best að gera með svona hitabúnaði. Einnig er í boði hitaþræðir fyrir lagnir og tæki, hitateppi fyrir jarðveg ásamt einangrandi teppum og lokum sem hægt er að nota með hitaplöttum til að minnka varmatap.

Af hverju þarf ég hitabúnað?

Sumir vökvar eins og þykkar smurolíur, gírolíur, vaxkenndir vökvar og margskonar íblöndunarefni er mikið betra að dæla við ákveðið hitastig ásamt því að það léttir mikið álagi á dælubúnaði. Einnig geta sumir vökvar orðið fyrir frostskemmdum og í sumum tilfellum getur það verið mjög talsvert fjárhagslegt tjón. Til dæmis má nefna að AdBlue er vökvi sem þarf að passa að fari ekki niður fyrir ákveðið hitastig (frost -10°C til -12°C) því að í slíkum tilfellum kristallast AdBlue vökvinn og verður hann ónothæfur og ónýtur þegar það gerist.

Upplýsingar um verð og afhendingartíma á þessum vörum færð þú hjá sölumanni Poulsen, síma 530 5900 þú getur líka sent okkur tölvupóst á poulsen@poulsen.is.