TentBox ® topptjöld

TentBox er ný vörulína hjá Kemi ehf | Poulsen frá og með vorinu 2024 og erum þar með formlegur endursölu og þjónustuaðili fyrir TentBox á íslandi. TentBox er breskt fyrirtæki sem hefur síðan 2014 framleitt hágæða topptjöld.

TentBox topptjöldin passa á flest öll ökutæki. Hagkvæmur kostur og ótrúlega fljótlegt að setja upp tjaldið. Hægt er að fá margskonar aukahluti svo sem skyggni eða fortjald, toppboga, ferðabox, útieldhús og margt fleira skemmtilegt og sniðugt. Hér fyrir neðan má sjá hluta af þeim vörum sem við ætlum að byrja á að bjóða frá TentBox 2024. 

Forpantanir fyrir sumarið 2024

Við ætlum að bjóða þeim sem panta TentBox topptjöld í forpöntun 10% kynningarafslátt. TentBox tjöldin og aukahlutir eru væntanleg til landsins í kringum 3 júlí. Það er takmarkað magn í boði.

Við bjóðum upp á allar helstu greiðslulausnir í vefverslun okkar og við sendum um allt land með flestum sendingarmátum sem í boði eru.

TentBox Cargo 2.0

Ný útgáfa af vinsæla Cargo topptjaldinu frá TentBox. Sterklega byggt með álgrind og mjög slitsterku tjaldi. Það hefur aldrei verið auðveldara að tjalda topptjaldi, TentBox Cargo 2.0 tjaldast á aðeins 30 sekúndum og hægt að loka því með einni hendi. Svefnaðstaða fyrir 2 aðila. Mjúk og vönduð dýna, gluggi við loftið, dimmanlegt LED ljós sem er einnig með USB hleðslubanka.

 • Þyngd TentBox Cargo 2.0: 72 kg

Stærð opið

 • Breidd: 130 cm
 • Lengd: 215 cm
 • Hæð: 145 cm

Stærð lokað

 • Breidd: 130 cm
 • Lengd: 215 cm
 • Hæð: 17 cm

TentBox Cargo 2.0 býður upp á

30 sekúndur að tjalda

Cargo topptjaldið er með hraðasta tjöldunartíma eða einunigs 30 sekúndur, það eru gas tjakkar sem lyfta því og sjá um mesta erfiðið. Það er teygja sem liggur um mitt tjaldið til að auðvelda samantektina á því.

Toppbogar fyrir ferðabox

Cargo er með möguleika á því að vera með toppboga fyrir ferðabox, geymslupláss fyrir fortjald, reiðhjól, kajak eða t.d. sólarsellu og margt fleira.

Toppgluggi

Það er toppgluggi ofanvert á endahliðinni (ofan við innganginn) sem bæði veitir birtunni inn en er einnig frábært ef þú vilt telja stjörnurnar þegar þú ert að fara að sofa. Það eru flugnanet á öllum opnanlegum fögum.

Gott geymslupláss

Það eru geymslupokar innavert á lokinu og einnig við hliðina á dýnunni við höfuðgaflinn ásamt því þá er ZIP poki undir dýnunni sem er fyrir stögin í regnslána við innganginn á endahliðinni.

TentBox Lite 2.0

Frábær ferðafélagi sem passar á jafnvel minnstu bílana. Það tekur einungis 5 mínútur að tjalda því. Tjaldið inniheldur mjúka dýnu sem er 130 x 220cm, það eru 2 toppgluggar og regnslá/skyggni við innganginn.

 • Þyngd TentBox Lite 2.0: 50 kg

Stærð opið

 • Breidd: 133 cm
 • Lengd: 220 cm
 • Hæð: 105 cm

Stærð lokað

 • Breidd: 133 cm
 • Lengd: 110 cm
 • Hæð: 25 cm

TentBox Lite  2.0 býður upp á

Hægt að fjarlægja regnslá

Auðvelt að fjarlægja regnslá / skyggnið ofan við innganginn í tjaldið. Það er jafn vatnsvarið þó sláin sé ekki til staðar, hafðu gluggana lokaða ef það rignir ef sláin er ekki á tjaldinu.

Tveir toppgluggar

Tveir stórir og góðir gluggar ofanvert á tjaldinu hvort sem þú vilt horfa á sólina setjast eða telja stjörnurnar. Allir gluggar eru með flugnaneti.

Fyrirferðarlítið og létt

Lite 2.0 er aðeins 50 kg og það er leggst saman svo það verður ekki fyrirferðarmikið en er þó með svefnpláss fyrir 2 aðila. Lite 2.0 tjaldið passar jafnvel á minnstu bíla. 

5 mínútur að tjalda

Auðvelt í uppsetningu og einn aðili getur bæði tjaldað því hratt og vel ásamt því að ganga frá því. Yfirbreiðslan rúllast upp til að auðvelda geymslu.