Kompakt Car Paint (Touch-Up) er lakkvöru lína frá MOTIP sem inniheldur lakk til blettunar í bíla. Við erum með mikið úrval lita eða yfir 500 liti sem byggja á litanúmerum bílaframleiðenda. Kompakt Car Paint (Touch-up) kemur í 12ml einingum, einnig eigum við grunn og glæru í þessum 12ml einingum.
Ef að þú þarft að bletta og græja minni lagfæringar svo sem grjótkast og litlar rispur. Ekki þörf að fjárfesta í miklu magni af lakki fyrir litlar skemmdir. Tappinn á brúsanum er með áföstum pensli til blettunar. Hágæða lakk sem er hraðþornandi og fyllir mjög vel.

Notkunarleiðbeiningar:
- Fjarlægið laust lakk og ryðhreinsið sárið.
- Yfirborðið á að vera hreint, þurrt og laust við fitu.
- Touch-up lakkið ætti að vera við herbergishita. Besta hitastigið er á milli +10°C og +25°C.
- Áður en notkun hefst, hristið brúsann í 2 mínútur og prófið lakkið á prufuspjaldi.
- Lakkið í nokkrum þunnum lögum.
- Til að bestur árangur náist, notið glæru yfir litinn.
- Þurrktími veltur á umhverfishitastigi, raka og þykkt á lakkinu.
Bón og hreinsiefni
Hjá okkur færð þú líka allt sem þarf til að massa bílinn, bóna og viðhalda lakkinu ásamt bón- og massavélum sem og margskonar bón- og massapúðum og allt annað sem þú mögulega gætir þurft til að gera bílinn þinn glæsilegan. Hvort sem þú ert að leita að vörum fyrir bílskúrinn eða ert fagmaður í bíliðn þá eigum við allt fyrir bílinn.





