EZ Chill er R-134A áfylling sem er ætluð á AC kælikerfi á bílum. Efnið hjálpar til við að endurnýja kælimiðilinn sem er á bílnum, inniheldur líka lekavörn sem þéttir algenga leka sem geta komið með gúmmíslöngum, þéttingum og O-hringjum. Brúsinn er með mæli, áfyllingarslöngu, einföld og þægileg lausn til að hlaða inn á kælikerfið.
Leiðbeiningar:
- Til að endurhlaða kælikerfið, finndu LOW PRESSURE sem er oft merktur “L” áfyllingarstútinn og smelltu tenginu á brúsnaum á þann stút.
- Ræstu bílinn og stilltu kerfið á AC kælingu, lægsta hita og mesta blástur.
- Lestu af mælinum á brúsanum og fylltu á kerfið út frá mælingu.
Hér má sjá myndband sem sýnir notkun á efninu